Sálgræðsla

Faðir sálgræðslunnar var Roberto Assagioli 1888 – 1974

Sálgræðsla er aðferð innan sálfræðinnar þar sem aðaláherslan er lögð á sjálfskilning.Öll erum við samsett úr líkama, hugsunum, tilfinningum og sál. Vellíðan byggir á jafnvægi milli þessara þátta.

Sálgræðslan er hagnýt sálfræði sem gengur út frá því að sérhver manneskja búi yfir huldum hæfileikum og innri styrk til sjálfsþroska.

Það er á valdi hvers einstaklings að nýta sér þessa uppsprettu, taka ábyrgð á eigin lífi og skapa sér það líf sem hann vill lifa.