
Djúpcoaching
Hamingjan vex á okkar eigin akri og hana er ekki hægt að tína í annarra görðum.
Samanburður á coaching, djúpcoaching og samtalsráðgjöf.
Í coaching er aðaláherslan lögð á að horfa fram á við: Hvernig get ég náð markmiðum mínum? Hvernig kemst ég í gegnum hindranir? Hvaða leið vel ég til að ná því sem ég tel mikilvægt í lífinu?
Djúpcoaching er samspil aðferðafræði sálgræðslu og coaching. Aðaláherslan er sem fyrr á það sem framundan er. Einstaklingurinn nýtir einbeitingu sína og orku til að ná markmiðum sínum en þegar hindranirnar reynast óyfirstíganlegar er aðferðum sálgræðslunnar einnig beitt.
Samtalsráðgjöf í sálgræðslu er beitt þegar meginmarkmiðið er að vinna með sjálfan sig. Áhersla er lögð á að gera sér ljóst hvaða þættir stýra hegðun manns og upplifun. Markmiðið er að upplifa lífsgleði og ná stjórn á aðstæðum sínum, vera fær um að mæta sjálfum sér og öðrum – jafnt í leik og starfi.
Einungis þeir sem lokið hafa námi í sálgræðslu hafa réttindi til að iðka djúpcoaching.