Coachbúðin

Sérhver leið sem valin er gegn sannfæringu hjartans leiðir í blindgötu.

Stakir viðtalstímar í coaching þegar upp koma mál sem krefjast skjótra úrlausna, t.a.m. þegar:

  • þú ert úrræðalaus og þarft að ákveða þig fljótt
  • þú vilt finna nýjar leiðir
  • þú vilt prófa nýja hugmynd
  • tilfinningalegar aðstæður eru þér erfiðar
  • þú þarft hjálp við að framfylgja markmiðum þínum
  • þú þarft aðstoð við að finna út hvað þú vilt
  • þú vilt stuðning við að undirbúa þig fyrir viðtöl, fyrirlestra eða próf

Leiðirnar í lífinu eru ófáar, möguleikarnir margir og ýmislegt sem þarf að taka tillit til. Þá er gott að hafa aðgang að fagmanneskju.

Samtöl hjá coachbúðinni fara fram í gegnum tölvu eða síma. Þér er velkomið að hafa samband. Netfang og símanúmer finnurðu undir liðnum “Hafa samband”.